Um Intersport

INTERSPORT á Íslandi

Fyrsta verslun INTERSPORT á Íslandi var opnuð 18. apríl 1998 að Bíldshöfða 20 í Reykjavík og fagnaði INTERSPORT því 15 ára afmæli árið 2013.
Verslun INTERSPORT á Bíldshöfða var þá jafnframt sú fimmta stærsta á Norðurlöndunum.  Í dag er INTERSPORT jafnframt með tvær INTERSPORTverslanir á landsbyggðinni inn í verslunum BYKO á Selfossi og Akureyri.

Stjórn ISP á Íslandi ehf.:

Jón Björnsson, stjórnarformaður
Karen Rúnarsdóttir, meðstjórnandi
Þórarinn Ingi Ólafsson, meðstjórnandi

Innkaupa- og rekstrarstjóri ISP á Íslandi ehf. er Sveinn Snorri Sverrisson.

Eignarhald:

ISP á Íslandi ehf. er í 100% eigu Festi hf.

Festi hf. er eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja. Festi hf. er í eigu SF V slhf. og eru hluthafar um 30 talsins. SÍA II er stærsti einstaki hluthafi félagsins með um 27% hlut. Einkafjárfestar eru með um 26% eignarhlut, lífeyrissjóðir eru með um 31% hlut, tryggingafélög og sjóðir 15% eign í félaginu.

Sjá nánar á http://www.festi.is/eigendur

Sátt við Samkeppniseftirlitið vegna nýrra eigenda FESTI hf.

SKILARÉTTUR:

Ef þú ert óánægður með vöru frá INTERSPORT getur þú skipt henni innan tveggja vikna frá kaupdegi eða fengið vöruna endurgreidda í formi inneignar. Varan verður að vera ónotuð í upprunalegum umbúðum og framvísa skal greiðslukvittun.
Gildir um allar vörur nema sund- og undirfatnað og útsöluvörur.

AFHENDING VÖRU
Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. INTERSPORT ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá INTERSPORT og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Alþjóðleg keðja

INTERSPORT er leiðandi sportvöru-verslunarkeðja með starfsemi um allan heim. Verslanir INTERSPORT má finna í 25 þjóðlöndum og telja rúmlega 4700. Hin alþjóðlega samvinna á rætur sínar að rekja aftur til sjötta áratugarins þegar nokkrar sjálfstæðar sportvöruverslanir í Sviss, Frakklandi og Þýskalandi tóku sig saman og komu á fót sameiginlegu innkaupakerfi til að ná fram frekari rekstrarhagkvæmni. Það var þessi samvinna sem leiddi til stofnunar INTERSPORT-keðjunnar, en í dag er sá þáttur aðeins hluti af þeirri samvinnu sem á sér stað.

INTERSPORT er stærsta sportvöru-verslunarkeðja í heiminum í dag og eru höfuðstöðvar Intersport í Bern í Sviss.